Unglingadeildin Björgúlfur er ætluð öllum áhugasömum einstaklingum á 15. – 18. aldursári. Haldnir eru fundir einu sinni í viku og er dagskráin fjölbreytt, hún miðar að því að búa ungt fólk undir nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.
Í starfi unglingadeildarinnar fær hópurinn kynningu á því starfi sem fram fer innan sveitarinnar, ásamt kennslu í hinum ýmsu þáttum tengdum starfinu, sem dæmi má nefna, ferðamennsku og rötun en þar er farið yfir notkun áttavita ásamt fleiri grunnatriðum varðandi ferðamennsku, fyrstu hjálp, leitartækni og fleira.
Farið er í hinar fjölbreyttar ferðir í nærumhverfi okkar t.d gengið á Helgafell, farið í hellaferð og margt fleira. Einnig er farið í lengri ferðir þar sem hópar af öllu landinu hittast og skemmta sér saman.
Hægt er að kynna sér reglur unglingadeildarinnar hér.