Nýliðastarf Björgunarsveit Hafnarfjarðar er áhugasama einstaklinga sem náð hafa 17 ára aldri.

​Starfið hefst á haustin og tekur yfirleitt 18 mánuði. Á þessu tímabili hittast nýliðar að jafnaði eitt kvöld í viku á námskeiðum og fyrirlestrum en einnig er farið í dags- og helgarferðir. Þjálfunin miðar að því að kynna fyrir nýliðum starf sveitarinna og undirbúa hópinn fyrir það starf sem felst í því að vera fullgildur meðlimur. 

​Til þess að teljast fullgildur félagi þarf að ljúka öllum þeim námskeiðum sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg skilgreinir sem björgunarmann 1 (sjá nánar á www.landsbjorg.is) auk námskeiðanna Fyrsta hjálp II og valnámskeiðs. Hefðbundinn tími þjálfunar eru 18 mánuður en hægt er að taka þjálfunina á lengri tíma ef einstaklingar kjósa svo. 

​Þegar líður á þjálfunina taka nýliðar aukinn þátt í almennu sveitarstarfi en einungis fullgildir félagar Björgunarsveita Hafnarfjarðar taka þátt í útköllum. Þar sem þjálfunin tekur 18 mánuði eru alltaf 2 hópar í þjálfun og eru skilgreindir sem N1 og N2

Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur má sjá frekari upplýsingar um skráningu hér.