Björgunarsveit Hafnarfjarðar er sveit sjálboðaliða með það að markmiði að hjálpa og aðstoða samborgara sína. Til þess að geta sinnt þeim skyldum sem lagðar eru á sveitina og þeim verkefnum þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarinnar þarf talsverða fjármuni. Þeirra er aflað af sjálboðaliðum sveitarinnar og fer talsverður tími í fjáraflanir, einnig nýtur sveitin góðvildar ýmissa fyrirtækja sem styrkja starfið með einum eða öðrum hætti. Sveitin býr þó vel og getur einnig kallað til gamla félaga sem hættir eru að sinna útköllum en mæta í fjáraflanir.

Helstu fjáraflanir sveitarinnar eru flugeldasala og sala jólatrjáa. Segja má að 2 mánuðir séu undirlagðir undir þessar tvær aðal fjáraflanir sveitarinnar. Sala Neyðarkalls björgunarsveitanna er nýleg fjáröflun og hefur hún skilað sveitinni góðri afkomu. Þessi nýja fjáröflun styrkir stoðir sveitarinnar og eykur rekstraröryggi en mikilvægt er að fjáraflanir séu fjölbreyttar og sem flestar, þar sem fjáraflanir geta ekki talist öruggar tekjur.  Sveitin þarf að reiða sig á að veðurspá fyrir gamlárskvöld sé hagstæð og einnig eru um að ræða samkeppni við lágvöruverslanir í sölu jólatrjáa.

Sveitin sinnir einnig sérhæfðum gæsluverkefnum. Þar sem tæki, búnaður og sérhæfð þjálfun sveitarinnar nýtist. Sveitin sinnir ekki gæslu á böllum eða þess háttar samkomum.