Bakvakt er hópur einstaklinga sem stýra útköllum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Allan ársinshring er einstaklingur úr þessum hóp á vakt og mætir í björgunarmiðstöðina Klett þegar útkall berst.
Bakvakt sér um að skrá björgunarfólk inn í kerfið okkar ásamt því að raða einstaklingum í hópa eftir reynslu og sérsviði hvers og eins.
Meðlimir hópsins skipta vöktum á milli sín en flestir þeirra sem starfa í bakvaktar hóp tilheyra einnig öðrum flokkum/hópum innan BSH.