Smelltu hér til að sækja um styrk fyrir námskeiðum eða einkennisfatnaði Landsbjargar.

Skilyrði fyrir styrk er að vera fullgildur félagi í BSH, virkur í starfi flokksins og sveitarinnar og virkur í fjáröflunum (neyðarkallasala, jólatrjáasala, flugeldasala).

Skila skal inn umsókn vegna námskeiðsstyrkja 14 dögum áður en að námskeið hefst á umsóknarformi eða netfangi – nema annað sé tekið fram. Tekið er tillit til námskeiða sem eru auglýst með styttri fyrirvara.

Einkennisfatnaður

  • Félagar í BSH geta sótt um styrk til kaupa á fatnaði og göllum sem koma sérmerktir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Eins er hægt að sækja um styrki fyrir öðrum fatnaði sem sveitin hefur komið sér saman um enda nýtist fatnaðurinn vel í starfi sveitarinnar
  • Fatnaður þessi er eingöngu ætlaður til nota til starfa í þágu BSH, Slysavarnafélagsins Landsbjargar eða annara björgunarsveita.
  • Einkennisfatnaður er styrktur um 75% af heildarverði en að hámarki  75% af verði dýrustu flíkurinnar hjá SL.
  • Styrkur skal greiddur til einstaklinga eftir að kaupin fara fram. Ef BSH sér um innkaupin skal hlutur félaga greiddur til sveitarinnar áður en afhending fer fram. Gjaldkeri/aðstoðargjaldkeri sér um innheimtu.

Námskeið og ráðstefnur

  • BSH styrkir öll námskeið björgunarskólans að fullu.
  • Kosti námskeiðið meira en 50.000.- kr. þarf að fá sérstakt samþykki stjórnar áður en sótt er um námskeiðið til þess að eiga kost á að fá styrk.
  • Sé óskað eftir styrk á fagnámskeið leitar stjórn umsagnar hjá formanni viðkomandi flokks og einnig er gerð krafa að félagar sæki leiðbeinendanámskeið, sé það í boði hjá björgunarskólanum, og komi að kennslu fyrir sveitina.

Sjá nánari reglur vegna styrkja til félaga í reglugerðum sveitarinnar, undir Almennar styrkreglur.