Nýliðaþjálfun hefst á hverju hausti og er auglýst á miðlum sveitarinnar skömmu áður. Haldin er kynning þar sem áhugasamir geta mætt og kynnt sér fyrirkomulag þjálfunarinnar og skráð sig.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar býður fullgilda meðlimi sveita af landsbyggðinni velkomna á gestaaðild. Póstur sendist á stjorn@spori.is þar sem óskað er eftir gestaaðild. Taka skal fram í hvaða sveit einstaklingur er fullgildur félagi.