Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar hefur verið starfandi frá árinu 2009. Hópurinn starfar aðalega að sem tæknilegur stuðningur við aðgerðir á Íslandi og þá aðalega í björgunar- og neyðarfjarskiptum. Auk þess er hópurinn hluti af Alþjóðabjörgunarsveit Landsbjargar sem er vottuð af Sameinuðu Þjóðunum (SÞ).
Hópurinn býr yfir tveimur stjórnstöðvum með fulkomnum fjarskiptabúnaði sem hægt er að setja upp í óbyggðum eða á skaðasvæðum. Unnið er markvisst að menntun björgunarmanna hópsins og mælst til að þeir sæki námskeið af ýmsum toga. Hópurinn leggur áherslu á æfingar og haldnar eru 1-3 stærri æfingar á ári, en þess fyrir utan æfir hópurinn reglulega. Frá upphafi hefur hópurinn tekið þátt í hinum ýmsu útköllum og þá bæði innanlands sem og erlendis