Undanfarar er hópur einstaklinga innan Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, hópurinn er sérhæfður í leit og björgun við krefjandi og erfiðar aðstæður. Aðstæður er falla undir þá skilgreiningu er til dæmis leit í fjalllendi, fjallabjörgun og sprungubjörgun.
Allir fullgildir félagar BSH geta starfað í hópi undanfara að lokinni tilskyldri þjálfun. Undanfara eins og nafnið gefur til kynna er sá hópur sem kallaður er fyrstur út þegar um er að ræða aðgerðir sem krefjast sérhæfðar kunnáttu og reynslu.
Undanfarar á höfuðborgarsvæðinu æfa saman að jafnaði einu sinni í mánuði en samstarf þessara hópa er oft mikið í aðgerðum.