Starf Björgunarsveitar Hafnarfjarðar byggist upp á sjálfboðaliðum og treystum við á stuðning almennings og fyrirtækja með rekstur sveitarinnar.
Til að standa straum af kostnaði við tækjakaup, endurnýja búnað, þjálfa nýja félaga, viðhalda þjálfun afla félagar sveitarinnar fjár með ýmsum hætti. Sveitin sinnir þremur stórum fjáröflunum, þ.e. sölu á Neyðarkalli, jólatrjáasölu og flugeldasölu. Þar að auki sinna félagar sveitarinnar gæsluverkefnum og öðrum tilfallandi verkefnum.
Þú getur lagt þitt af mörkum með því að styrkja sveitina með eftirfarandi hætti.
Frjáls framlög
Hægt er að leggja sveitinni lið með beinum hætti með millifærslu í banka eða heimabanka.
Reikningsnúmer: 0544-26-2620
Kennitala: 410200 3170
Einnig er hægt að notast við Aur, með því að nota @spori
Minningarkort
Hægt er að senda Minningarkort í gegnum vefsíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, athugið að passa þarf að velja Björgunarsveit Hafnarfjarðar til að styrkurinn renni til sveitarinnar.
Heillaskeyti
Hægt er að senda Minningarkort í gegnum vefsíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, athugið að passa þarf að velja Björgunarsveit Hafnarfjarðar til að styrkurinn renni til sveitarinnar.