Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin kom um kl 01:00 til Toscana héraðs á Ítalíu sem að varð fyrir hörðum jarðskjálfta, upp á 7,4 á Richter kvarðanum, seinnipartin í gær. Eftir að sveitin var komin í gegnum tollskoðun fékk hún úthlutað svæði til þess að meta ástandið á í bænum Torrenieri sem er í um það bil 80 Km SSA frá Flórens. Þegar að sveitin kom til Flórens kom í ljós að hún var fyrsta alþjóðlega björgunarsveitin sem kom til skaðalandsinns. Upptök skjálftans er í 12 km fjarlægð frá Torrieneri.

Við yfirferð sveitarinnar á bænum Torrenieri kom í ljós mikil eyðilegging. Um það bil 30% húsa eru alveg hrunin eða mikið skemmd, á meðan að í um heild eru um 60 – 70% húsa skemmd að einhverju leiti. Í yfirferð sveitarinnar kom í ljós að verksmiðja á svæðinu hafi hrunið með yfir 100 manns inni. Búið var að gera grein fyrir 72 af þeim þegar að sveitin kom á svæðið. Síðan um 5 leitið í morgun hefur sveitin unnið á vöktum við að bjarga fólki úr verksmiðjunni. Á þessum tíma hefur sveitin fundið 10 einstaklinga í húsinu og af þeim voru 8 á lífi og hefur sveitin komið þeim öllum út úr verksmiðjunni og í umönnun í sjúkratjald sveitarinnar. Þaðan fara sjúklingarnir svo á viðeigandi sjúkrahús.

Það er ljóst að þetta er gríðarlega góður árangur en félagar sveitarinnar hafa lagt á sig gríðarlega vinnu og elju við starf sitt á staðnum. Veðrið á svæðinu hefur ekki beinlínis hjálpað til þar sem að það hafa verið töluverðar rigningar og 2 – 8 stiga hiti. Sveitin samanstendur af 31 félaga sem koma frá eftirfarandi björgunareiningum, Björgunarsveitin Ársæll, Hjálparsveit Skáta Reykjavík, Hjálparsveit skáta Kópavogi, Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Björgunarsveitinni Suðurnes sem og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Öllum í sveitinni heilsast vel og eftir árangur dagsinns er mórallin mjög góður.

kveðja fjarskiptahópur

Categories: Almennt