Almennt
Aðalfundur BSH
Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 23. apríl kl 11. Lagabreytingar og önnur dagskrá skv. lögum sveitarinnar.
Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 23. apríl kl 11. Lagabreytingar og önnur dagskrá skv. lögum sveitarinnar.
Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Kletti, Hvaleyrarbraut 32, miðvikudaginn 3. júní kl 19.
í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun stjórn BSH leita leiða til að fresta aðalfundi fram yfir 15. apríl, án þess að láta fundargesti koma saman til að greiða atkvæði um það – þetta fundarboð er til að uppfylla lög BSH um boðun aðalfundar.
Nýliðaþjálfun 2016-2018, skemmtilegur og lærdómsríkur tími Eftir því sem árin liðu fór ég að sjá eftir því að hafa aldrei gengið til liðs við björgunarsveit. Í gegnum tíðina hafði ég stundað töluverða útivist og elskaði ævintýramennsku. Ég var í nokkuð góðu formi og sá því fram á að geta gefið Read more…
Í gærkvöldi voru vinningshafar í myndasamkeppni Áramótablaðs BSH 2018 dregnir út. Á hverju ári bjóðum við lesendum blaðsins að teikna og senda inn mynd, eftir lokun að kvöldi 30. des drögum við svo úr innsendum myndum 3 vinningshafa og voru verðlaunin í ár vegleg eða fjölskyldupakkinn Trausti og Skjótum rótum. Read more…
Vinningshafinn í stóra Facebookleiknum okkar var dreginn út í morgun kl. 11. Það var glöð kona sem svaraði í símann og sagðist ætla að sprengja upp með stórfjölskyldunni sinni og barnabörnum. Vinningshafinn, Ingibjörg Sigursteinsdóttir, var dreginn út með forritinu commentpicker.com Í vinning var risa stór gjafapakki að andvirði 79.500 kr Read more…
Í kvöld kl. 20:30 verður sölusýning á flugeldum hjá Björgunarmiðstöðinni Klett, Hvaleyrarbraut 32, Lónsbrautarmegin. Skotið verður upp við Lónið. Þá erum við stolt að tilkynna að verð á flugeldum í ár eru þau sömu og í fyrra. Félagar eru minntir á kaffisamsætið kl. 21:00 í boði Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði á 3. Read more…
Flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2018 fer fram dagana 28.-31. des. Árlega gefur sveitin út skemmtilegt blað þar sem sagt er frá starfi sveitarinnar undangengna mánuði. Blaðið er nú komið úr prentun og farið í póstdreifingu, blaðið ætti að detta inn um lúguna hjá öllum heimilum og fyrirtækjum í Hafnarfirði á morgun Read more…
Þann 22. desember barst okkur bréf frá Suðurpólnum. Ragnheiður Guðjónsdóttir félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar til margra ára og fyrrum formaður bílaflokks sendi okkur skeyti um að hún væri komin á Pólinn. Ragga er kjarnakona og er hún fyrsta íslenska konan til að keyra á Suðurpólinn, með 3000km að baki og nærri búin Read more…
Í aðdraganda hátíðinna er mikið um að vera í sveitinni einkum tengt fjáröflunum. Við rötum í fjölmiðla sem fjalla um starf okkar og fjáraflanir af einlægum áhuga og fjalla skemmtilega um starf okkar. Fyrr í vikunni fjallaði Mbl.is um jólatrjáasöluna og birtum við það hér neðar. Fjarðarpósturinn heimsótti okkur á Read more…