Nóg er að gera hjá okkar fólki þessa dagana. Rétt eftir miðnætti var sveitin kölluð til leitar að manni innanbæjar. Maðurinn fannst fljótlega en þá tóku við önnur verkefni. Sveitin var með þrjá bíla á flakki um bæinn í alla nótt og fram undir morgun. Björgunarfólk aðstoðaði tugi hafnfirðinga sem áttu í vandræðum í snjónum.

Við minnum á flugeldasöluna okkar en það er opið til kl: 22 í kvöld. Á morgun er opið frá kl: 10 – 22 og á Gamlársdag er opið frá 10 – 16.

Í kvöld er svo árleg flugeldasýning sveitarinnar í samstarfi við bæinn og hefst hún kl: 20:30 við höfnina. Við hvetjum bæjarbúa til þess að koma gangandi til þess að létta á bílaumferðinni sem oft er mikil í miðbænum á þessum tíma.

Categories: Almennt