Síðast liðinn þriðjudag komu krakkar úr 10. bekk Setbergsskóla og heimsóttu sveitina. Var þetta vaskur hópur sem arkaði úr Setberginu í slagveðurs rigningu á Flatahraunið. Byrjaði hópurinn á að skoða aðtöðu og tæki á Flatahrauni en auk þess var þeim kynnt starfsemi sveitarinnar. Þegar þau höfðu lokið skoðunarferðinni um Flatahraunið var hópnum ekið niður á höfn að Bjarnabúð við Fornubúðir þar sem sjóflokkur sveitarinnar er með aðstöðu. Krakkarnir vildur ólmir fá að kynnast bátakosti sveitarinnar og voru hvergi bangin við að takast á við Ægi. Var því haldið út á B/S Einari Sigurjónssyni ásamt B/B Fiskakletti og siglt út að Valhúsum fyrir utan Álftanes. Þegar svo í land var komið var ekki þurr þráður á nokkrum en allir ánægðir með ferðina.

Categories: Almennt