Í gær kom út veglegt afmælisblað Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Blaðinu er dreift inn á öll heimili bæjarins og ætti útburðurinn að klárast í kvöld. Blaðið er gefið út í tengslum við 10 ára afmæli sveitarinnar og einnig er þar að finna upplýsingar um flugeldasöluna sem hefst þann 28. desember. Hægt er að skoða blaðið á PDF formi hér -> Afmælisblaðið Spori 2010
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…