Rétt um kl.18:10 í dag, voru undanfarar af Svæði 1 kallaðir út, eftir að 51 árs karlmaður óskaði eftir aðstoð við að komast niður af Esjunni, en hann hafði ætlað að ganga frá Móskarðshnúkum, um Laufskörð, yfir á Hábungu. Var maðurinn ekki viss um nákvæmlega hvar hann var staðsettur og var orðinn frekar smeykur um hvar hann væri niðurkominn. Var hann nokkuð vel búinn og amaði ekkert að honum. Fór einn hópur frá BSH og voru þau farinn úr húsi 12 mínútum eftir að boðað hafði verið út. Fannst maðurinn um kl.19:50 við Gunnlaugsskarð, sem er nokkuð vestan við Hábungu.
Almennt
Aðalfundur 2025
Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Kletti, Hvaleyrarbraut 32, Hafnarfirði þriðjudaginn 6. maí kl 19:00. Á fundinum verða teknar fyrir tillögur að lagabreytingum ásamt annarri dagskrá skv. lögum sveitarinnar. Grill að hætti stjórnar hefst kl Read more…