Síðastliðinn föstudga fór stór hópur úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar sem leið lá inn í Landmannalaugar þar sem að sveitin sinnir þessa dagana hálendisvakt Slysavarnafélagsins landsbjargar. Sveitin er með aðsetur í Landmannalaugum en svæðið sem sveitin sinnir er ú raun allt svæðið að fjallabaki.
Sveitin er með tæplega 30 manna hóp á 4 af bílum sveitarinniar ásamt nokkrum einkabílum. Þá er hópurinn með allan þann björgunarbúnað sem hugsanlega gæti þurft á að halda.
Ásamt því að vera með hóp sem er alltaf til taks og tilbúinn til að sinna þeim verkefnum sem upp koma þá hafa hópar meðal annars farið á bát niður Tungná, fari í hjólaferðir og gönguferðir um svæðið.
Sem betur fer hefur verið nokkuð rólegt á vaktinni hjá okkar fólki og engin stór áföll átt sér stað á svæðinu. Sveitin verður á svæðinu fram á föstudag þegar að önnur björgunarsveit kemur og leysir okkar fólk af.