Á afmælishátíðinni á Landsmóti Skáta, laugardaginn 28. júlí undirrituðu Ragnar Haraldsson, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Una Guðlaug Sveinsdóttir, félagsforingi skátafélagsins Hraunbúa, samstarfssamning á milli félaganna. Með undirritun samningsins er innsigluð formlega sú stefna að auka samstarf á milli félaganna sem mun skila sér í öflugu skáta- og ungliðastarfi fyrir börn og unglinga í Hafnarfirði.
Almennt
Vel heppnuð vetrarferð að Strút
Björgunarsveit Hafnarfjarðar skellti sér í vetrarferð að Strút á Mælifellssandi um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagskvöldi og farið um Emstruleið vestan Mýrdalsjökuls upp í fjallaskála Útivistar við Strút. Gisti hópurinn þar í Read more…