Á afmælishátíðinni á Landsmóti Skáta, laugardaginn 28. júlí undirrituðu Ragnar Haraldsson, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Una Guðlaug Sveinsdóttir, félagsforingi skátafélagsins Hraunbúa, samstarfssamning á milli félaganna. Með undirritun samningsins er innsigluð formlega sú stefna að auka samstarf á milli félaganna sem mun skila sér í öflugu skáta- og ungliðastarfi fyrir börn og unglinga í Hafnarfirði.
Almennt
Nýr starfsmaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Óskar Steinn Ómarsson hefur verið ráðinn í hálft starf á skrifstofu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hann tók við starfinu þann 15. ágúst síðastliðinn og sinnir verkefnum sem snúa að daglegum rekstri sveitarinnar, skipulagi fjáraflana, aðstoð við formenn Read more…