Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er partur af Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. Sveitin er nú í Tinglev í Danmörku en rústabjörgunaræfingin MODEX 2013 erhaldin þar 25. -28. janúar. Auk Íslendinganna taka Bretar (MUSAR) og Tékkar (AMP) þátt en æfingin er kostuð af sjóði innan Evrópusambandsins sem ætlað er að efla samvinnu milli  þjóða á sviði almannavarna. Er aukinni samvinnu ætlað að skila betri aðstoð yfir landamæri komi upp neyðarástand innan Evrópu auk betri sameiginlegri hjálp til landa utan Evrópu. Í íslenska hópnum eru 45 manns, frá björgunarsveitum, SHS og LHS.

Settar hafa verið upp búðir, stjórnstöð og farið hefur verið í könnunarleiðangra um “skaðasvæðið”.  Nokkrum sjúklingum hefur verið bjargað.

Um 10 stiga frost er í Danmörku en kemur það ekki að sök því allir eru búnir fyrir slíkar aðstæður.

Meðlimir Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á leið á MODEX 2013. Mynd: Friðfinnur Freyr Guðmundsson

Stjórnendur í aðgerð á MODEX 2013


Categories: Almennt