Í kvöld verður farið á Helgafell í Hafnarfirði og er þetta fyrsti fundur nýliðastarfsins í vetur. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér nýliðastarfið þá ertu velkominn með, ekki of seint!
Mæting kl. 19.30 í björgunarmiðstöðina Klett að Hvaleyrarbraut 32 (komið Lónsbrautarmegin).
Mætið í góðum skóm, helst gönguskóm, með regnfatnað og góða skapið, það er líka voða gott að hafa ljós með ef það er til. Það er spáð hvassviðri en þetta er einmitt veðráttan sem við þurfum að takast á við í okkar starfi.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Almennt
Vel heppnuð vetrarferð að Strút
Björgunarsveit Hafnarfjarðar skellti sér í vetrarferð að Strút á Mælifellssandi um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagskvöldi og farið um Emstruleið vestan Mýrdalsjökuls upp í fjallaskála Útivistar við Strút. Gisti hópurinn þar í Read more…