Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 31 ágúst og fimmtudaginn 1. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin).
Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni björgunarsveita.
Ef þú hefur áhuga á útivist, jeppamennsku, fjallamennsku, fjarskiptum, sjóbjörgun eða vélsleðum þá er þetta eitthvað sem þú vilt prófa. Nýliðastarfið er fyrir þá sem eru fæddir 1999 eða fyrr
Almennt
Vel heppnuð vetrarferð að Strút
Björgunarsveit Hafnarfjarðar skellti sér í vetrarferð að Strút á Mælifellssandi um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagskvöldi og farið um Emstruleið vestan Mýrdalsjökuls upp í fjallaskála Útivistar við Strút. Gisti hópurinn þar í Read more…