Kæru félagar

Á mörgu hefur gengið í okkar umhverfi á undanförnum misserum.

Þegar að svo ber undir er það huggun að vita að ykkur öllum sem myndið þá frábæru heild sem Björgunarsveit Hafnarfjarðar er.
Sjaldan ef aldrei höfum við séð jafnmikið af ungum sem eldri félögum sveitarinnar standa vaktina eins og um þessi áramót, sú samheldni hefur án efa gert það að verkum að við lentum góðum varnarsigri í fjáröflunum okkar þessi síðustu misseri.

Nú bíða okkur verkefni sem aldrei fyrr og ekki er lokum fyrir það skotið að við þurfum að safna liði í upphafi árs til þess að koma til leiðar verkefni sem við lengi höfum barist fyrir . Á grunni þess sem við byggjum eigum við gríðarlega möguleika til vaxtar við hlið þess að halda uppi blómlegu starfi á mörgum sviðum.

En að því sögðu vill ég óska ykkur sem og fjölskyldum ykkar gleðilegs nýs árs og jafnframt koma á þökkum fyrir frábært samstarf á liðnum árum.

Kær kveðja

Júlli

Categories: Almennt