Undanfara og sleðaflokkur sveitarinnar hélt síðastliðinn miðvikudag námskeið fyrir Reykjarvíkurdeild Landssambands Íslenskra vélsleðamanna.
Inntak námskeiðsins var notkun snjóflóðaýla, einnig var farið yfir leit með snjóflóðastöngum sem og gröftur í snjóflóði(sennilega vanmetnasti hlutur björgunar úr snjóflóði)
Námskeiðið heppnaðist vel og voru um 40 þáttakendur frá rey-lív.
Undanförum sveitarinnar er sérstaklega þökkuð skipulagning og keyrsla verkefnisins.