Vel tókst til með landflokksfund í gærkvöldi og mættu 15 manns. Ákveðið var að byrja á formlegheitunum, dagskrá vetrarins var rædd og landsæfing rædd. Að endingu var horft á skíða/snjódlóðamyndina The Fine line. Var góður rómur gerður að fundinum, mikill andi er í liðinu og stefnir allt í blómlegan landflokksvetur.
Almennt
Vel heppnuð vetrarferð að Strút
Björgunarsveit Hafnarfjarðar skellti sér í vetrarferð að Strút á Mælifellssandi um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagskvöldi og farið um Emstruleið vestan Mýrdalsjökuls upp í fjallaskála Útivistar við Strút. Gisti hópurinn þar í Read more…