Eldgos hófst í Eyjafjallajökli, nú rétt fyrir miðnætti. Um er að ræða sprungu, sem er ca. 1 km að lengd og er staðsett norðanlega í Fimmvörðuhálsi. Þar sem sprungan er ekki í jöklinum sjálfum, þá er ekki mikil hætta á vatnsflóði, en jarðvísindamenn spá því að sprungan gæti fært sig til vesturs og lendi þá undir Eyjafjallajökli. Staðsetning á sprungunni er, N63°38,600′ / W19°26.400′ og liggur SV-NA. Búið er að loka vegum við Hvolsvöll og Vík. Rýmingu er lokið á svæðinu. Flugvöllum á suður- og suðvesturlandinu hefur verið lokað og öllu flugi frestað.
Almennt
Nýr starfsmaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Óskar Steinn Ómarsson hefur verið ráðinn í hálft starf á skrifstofu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hann tók við starfinu þann 15. ágúst síðastliðinn og sinnir verkefnum sem snúa að daglegum rekstri sveitarinnar, skipulagi fjáraflana, aðstoð við formenn Read more…