10 manna hópur frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar fór í gær að Eyjafjöllum og aðstoðaði bændur við hreinsunarstörf. Sveitin var í hópi annara sveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar allstaðar af landinu sem aðstoðuðu bændur. Sveitin fékk lánaða kústa ofl frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar einnig fór sveitin með öflugar dælur og kom þessi búnaður að góðum notum.
Um helgina mun sveitin manna gæslupósta fyrir austan og taka þátt í hreinsunarstörfum.