Á fimmtudaginn í síðustu viku hlaut Björgunarsveit Hafnarfjarðar hvatningarverðlaun Rótaryklúbbsins Straums í Hafnarfirði. Þórir Haraldsson, forseti klúbbsins afhenti okkur fallegan grip sem Fríða Jónsdóttir gullsmiður hannaði. Þetta eru þriðju hvatningarverðlaunin sem klúbburinn afhendir á jafn mörgum árum og í ár hlutum við verðlaunin fyrir óeigingjarnt starf við leit og björgun.
Við þökkum kærlega fyrir okkur.