Fluglinutaeki

Að kvöldi þriðjudags 16, október var Sjóflokkurinn okkar með námskeið fyrir alla félaga sem hét “Kennsla og notkun Fluglínutækja”. Námskeiðið var haldið fyrir utan höfuðstöðvar okkar, Klett.

Farið var í gegnum uppsetningu á fluglínutækjunum, notkun þeirra og helstu veikleika og styrkleika búnaðarins. Fluglínutæki er eitt af elstu björgunartækjum sem notað er í sjóbjörgun og teljum við afar nauðsynlegt að halda við þekkingu á notkun tækjanna og halda í hefðina að félagar deili reynslu sinni og þekkingu. Nauðsynlegt er að sem flestir kunni á þennann gamalgróna búnað og með námskeiðum sem þessu tryggjum við að þekking og reynsla viðhelst í sveitinni.

Mæting var mjög góð og var frábært að sjá áhuga þátttakenda. Björgunarsveitastarfið snýst fyrst og fremst um samvinnu og var það nákvæmlega það sem við gerðum og æfðum þetta kvöld.

Frábært kvöld með svo frábæru fólki. Sjóflokkur þakkar fyrir kvöldið!

Hér gefur að líta myndir af æfingunni, í opnu myndasafni á Facebook.