Í gær kom út veglegt afmælisblað Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Blaðinu er dreift inn á öll heimili bæjarins og ætti útburðurinn að klárast í kvöld. Blaðið er gefið út í tengslum við 10 ára afmæli sveitarinnar og einnig er þar að finna upplýsingar um flugeldasöluna sem hefst þann 28. desember. Hægt er að skoða blaðið á PDF formi hér -> Afmælisblaðið Spori 2010
Almennt
Vel heppnuð vetrarferð að Strút
Björgunarsveit Hafnarfjarðar skellti sér í vetrarferð að Strút á Mælifellssandi um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagskvöldi og farið um Emstruleið vestan Mýrdalsjökuls upp í fjallaskála Útivistar við Strút. Gisti hópurinn þar í Read more…