Úttektaræfingu Íslensku Alþjóðasveitarinnar lýkur í dag. Æfingin hófst eftir hádegið á fimmtudag en þá var tilkynnt um harðan jarðskjálfta á eyjunni Thule sem er suður af Íslandi. Sveitin fór þá í miðstöð sína á Keflavíkurflugvelli þar sem allur búnaður var tekinn til í flug og tollskoðaður út úr landinu. Flogið var svo frá Keflavík til Hafnarfjarðar þar sem búið var að setja upp “flugstöð” á slökkvistöðinni. Þar fór sveitin í gengum vegabréfaeftirlit og tollskoðun. Þar sem íslenska sveitin var fyrsta sveitin til að mæta í skaðalandið, þurfti hún að setja upp móttökustöð fyrir aðrar sveitir Sameinuðu Þjóðanna.

Frá Hafnarfirði var haldið á skaðasvæðið sem var á æfingasvæði Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Gufuskálum. Þar voru settar upp búðir og stjórnstöð SÞ (OSOCC). Byrjaði þá sveitin að kanna skaðasvæðið sem var á Hellissnadi, Rifi og Ólafsvík. Þegar búið var að forgangsraða verkefnum var hafist handa við björgun úr rústunum. Eins byrjuðu ímyndaðar sveitir að koma á svæðið og tilkynna sig inn til OSOCC.

Á æfinguna komu +úttektar- og eftirlitsaðilar frá alþjóðasveitum allstaðar að úr heiminum t.d. Japan, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Tékklandi, Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum, Hollandi o.fl.

Íslenska Alþjóðasveitin er saman sett úr séþjálfuðum hópum frá ýmsum sveitum Slysavarnafélagins Landsbjargar. Björgunarsveit Hafnarfjarðar er með fjarskiptahóp ásamt því að félagar sveitarinnar eru í stjórnendateymi ÍA og OSOCC.

Æfingin skilaði mikklu í reynslu banka sveitarinnar og var hún eins raunveruleg og hægt er að hafa æfingar. Úttektaraðilar Sameinuðu Þjóðanna voru mjög ánægðir með Íslensku Alþjóðasveitina og sérstaklega ánægði með fagmennsku hennar þar sem hún er að stærstumhluta skipuð sjálboðaliðum.

Um 100 félagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í æfingunni en þar af voru um 15 frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. 

Categories: Almennt