Íslenska Alþjóðasveitin hefur verið sett á Vöktunarstig (monitoring), eftir að jarðskálfti varð í Kyrrahafi, ca. 130 km út af borginni Sendai, í NA-Japan.  Þegar þetta er ritað, eru 5 manns úr sveitinni að fara yfir búnað sinn, ef til útkallsins sjálfs kæmi.

Tveir meðlimir BH, þau Ragnar Heiðar Þrastarson og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, eru stödd í borginni Osaka og amar ekkert að þeim. 

Það ræðst núna á næstu klukkustundum hvort ÍA fari af stað eða ekki.  Ef svo myndi gerast, yrði flogið frá Keflavík, yfir til Kanada þar sem yrði fyllt á eldsneyti vélarinnar, sem og áhafnaskipti flugmanna.  Áætlaður flugtími til Japans er um 15 klst.

Categories: Almennt