Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá reið öflugur skjálfti yfir Nepal í morgun. Skjálftinn varð kl. 12.35 að staðartíma og voru upptök hans um 83 km austur af Kathmandu. Félagar okkar, Andri Rafn og Gísli Rafn sem eru úti á vegum Nethope eru heilir á húfi!
En þeir hafa verið úti núna í um tvær vikur við að koma á fjarskiptasambandi. Samkvæmt samtali við Andra Rafn þá hafa þeir verið að dreifa gervihnattasímum og búnaði sem veitir interneti um gervihnött og einnig sett upp VSAT sem eru diskar sem taka við merkjum frá gervihnöttum svo hægt sé að setja upp wifi og þannig sett upp net fyrir hjálparstofnanir, þetta verkefni hefur gengið vel hjá þeim.
Við erum óskaplega stolt af þeim félögum og óskum þeim góðrar heimferðar í vikunni.
Almennt
Opnir fundir unglingadeildar út september
Leynist ævintýragjarn unglingur á þínu heimili? Öll fimmtudagskvöld í september verða fundir Björgúlfs opnir öllum sem vilja prófa og sjá út á hvað starfið gengur. Unglingadeildin Björgúlfur er opin öllum unglingum á 15. til 17. Read more…