Félagar sveitarinnar stóðu í ströngu síðastliðna helgi. Nýliðar fóru í vetrarferð þar sem gist var í snjóhúsum. Sleðaflokkur fór í æfingarferð í Bláfjöllum. Kristín og sporhundurinn Perla fóru á æfingu með leitarhundum SL á Ólafsfirði. Tveir meðlimir sjóflokks BSH voru á áhafnarnámskeiði björgunarskipa. Einnig var einn meðlimur sveitarinnar á fimm daga fagnámskeiði í fjallamennsku sem lauk á sunnudagskvöld.
Almennt
Opnir fundir unglingadeildar út september
Leynist ævintýragjarn unglingur á þínu heimili? Öll fimmtudagskvöld í september verða fundir Björgúlfs opnir öllum sem vilja prófa og sjá út á hvað starfið gengur. Unglingadeildin Björgúlfur er opin öllum unglingum á 15. til 17. Read more…