Félagar sveitarinnar stóðu í ströngu síðastliðna helgi. Nýliðar fóru í vetrarferð þar sem gist var í snjóhúsum. Sleðaflokkur fór í æfingarferð í Bláfjöllum. Kristín og sporhundurinn Perla fóru á æfingu með leitarhundum SL á Ólafsfirði. Tveir meðlimir sjóflokks BSH voru á áhafnarnámskeiði björgunarskipa. Einnig var einn meðlimur sveitarinnar á fimm daga fagnámskeiði í fjallamennsku sem lauk á sunnudagskvöld.
Almennt
Aðalfundur BSH
Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 23. apríl kl 11. Lagabreytingar og önnur dagskrá skv. lögum sveitarinnar.