Félagar sveitarinnar stóðu í ströngu síðastliðna helgi. Nýliðar fóru í vetrarferð þar sem gist var í snjóhúsum. Sleðaflokkur fór í æfingarferð í Bláfjöllum. Kristín og sporhundurinn Perla fóru á æfingu með leitarhundum SL á Ólafsfirði. Tveir meðlimir sjóflokks BSH voru á áhafnarnámskeiði björgunarskipa. Einnig var einn meðlimur sveitarinnar á fimm daga fagnámskeiði í fjallamennsku sem lauk á sunnudagskvöld.
Nýliðastarf
Nýliðakynningar
Nýliðakynningar hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar fara fram þriðjudaginn 30. ágúst og fimmtudaginn 1. september kl 20.00 í Björgunarmiðstöðinni Kletti, Hvaleyrarbraut 32. Gengið inn frá Lónsbraut. Við bjóðum alla 17 ára og eldri á nýliðakynningar. Almennar upplýsingar Read more…