Þann 24. – 26. október n.k. verður ráðstefnan Björgun 2008 haldin á Grand Hóteli í
Reykjavík.
Á Björgun koma saman slysavarnafólk, björgunarsveitarmenn og aðrir aðilar úr viðbragðsgeiranum, víðsvegar af landinu. Allir sem fylgjast með í björgunar- og slysavarnamálum á Íslandi ættu að mæta á ráðstefnuna því af henni má hafa bæði gagn og gaman.
Ráðstefnan verður alþjóðleg, þ.e. með þátttöku erlendra ráðstefnugesta og verður túlkuð bæði á ensku og íslensku.
Á ráðstefnunni verða rúmlega 45 áhugaverðir fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar í slysavarna- og björgunarmálum. Þeirra á meðal má t.d. nefna fyrirlestra um drukknun, fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun, Veðurspár á netinu, jarðskjálftar á Suðurlandi, vélsleðar,jeppar og helstu slys í ferðamennsku.
Erlendir fyrirlesarar verða nokkuð fyrirferðamiklir í dagskrá ráðstefnunnar en koma a.m.k. níu slíkra hefur þegar verið staðfest.
Samhliða Björgun 2008 verður sýning á björgunarbúnaði við ráðstefnustaðinn.
Verðinu er eins og alltaf stillt í hóf. En það er sem hér segir:
Félagsfólk 8000,- kr.
Nánari upplýsingar um dagskránna og önnur atriði má finna á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar, www.landsbjorg.is
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…