Þann 24. – 26. október n.k. verður ráðstefnan Björgun 2008 haldin á Grand Hóteli í
Reykjavík.

Á Björgun koma saman slysavarnafólk, björgunarsveitarmenn og aðrir aðilar úr viðbragðsgeiranum, víðsvegar af landinu. Allir sem fylgjast með í björgunar- og slysavarnamálum á Íslandi ættu að mæta á ráðstefnuna því af henni má hafa bæði gagn og gaman.
Ráðstefnan verður alþjóðleg, þ.e. með þátttöku erlendra ráðstefnugesta og verður túlkuð bæði á ensku og íslensku.
Á ráðstefnunni verða rúmlega 45 áhugaverðir fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar í slysavarna- og björgunarmálum. Þeirra á meðal má t.d. nefna fyrirlestra um drukknun, fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun, Veðurspár á netinu, jarðskjálftar á Suðurlandi, vélsleðar,jeppar og helstu slys í ferðamennsku.
Erlendir fyrirlesarar verða nokkuð fyrirferðamiklir í dagskrá ráðstefnunnar en koma a.m.k. níu slíkra hefur þegar verið staðfest.
Samhliða Björgun 2008 verður sýning á björgunarbúnaði við ráðstefnustaðinn.
Verðinu er eins og alltaf stillt í hóf. En það er sem hér segir:
Félagsfólk 8000,- kr.
Nánari upplýsingar um dagskránna og önnur atriði má finna á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar, www.landsbjorg.is

Categories: Almennt