Um síðastliðna helgi fór fram á Grand Hótel Reykjavík, ráðstefnan Björgun 2010.  Dagana fyrir Björgun, voru tvær ‘systurráðstefnur’, en það voru “Almannavarnir Sveitafélaga” og “Verkfræði, Jarðskjálftar og Rústabjörgun”.

Björgun hófst á fyrirlestrinum “Íslenska Alþjóðasveitin á Haítí 2010”, en þar fóru þeir Gísli Ólafsson og Ólafur Loftsson yfir ferli ÍA, frá því skjálftinn verður og þar til þau voru komin aftur heim.  Í framhaldinu voru formenn björgunarsveita af Svæði 1 sem formlega vígðu glæsilegan stjórnstöðvarbíl, sem kemur til með að leysa af hólmi þann gamla, sem hafði þjónað svæðisstjórninni frá árinu 1994.  Eftir hádegi vor 16 fyrirlestrar í boði.  En af þeim loknum var frumsýnd heimildarmynd um ferð ÍA til Haítí í janúar 2010.

Freri var með kynningarbásÁ laugardeginum var töluvert um að vera, en samhliða ráðstefnunni, var haldin sölusýningin “Björgun 2010 Expo”, þar sem fjölmargir sýndu vörur sínar.  Meðal sýnenda var fyrirtækið Freri, sem Kolbeinn Guðmundsson rekur.  Freri er með gott úrval af ljósum, fjallabjörgunarbúnaði, snjóflóðabúnaði, bakbretti o.m.fl.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar átti nokkra fyrirlesara á ráðstefnunni.  Gísli Ólafsson var annar þeirra sem sá um opnunarfyrirlesturinn um Haítí, Björn Oddsson fjallaði um eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, Einar Örn Arnarsson fór yfir sjúkrabúnað björgunarsveita, Dagbjartur Brynjarsson talaði um fyrstu aðgerðir í leitum og var svo annar fyrirlesara um íslenska tölfræði um hegðun týndra og Ármann Höskuldsson hélt fyrirlestur um flutning slasaðra í björgunartækjum.

Fyrirlestrarnir tengdust flestum þáttum björgunarsveita, sem og Almannavarna og annara viðbragðsaðila og voru þeir mjög forvitnilegir, skemmtilegir og fræðandi.  Um 60 fyrirlestrar voru í boði, þessa 3 daga sem ráðstefnað stóð yfir.  Fjölmargir erlendir fyrirlesarar voru og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Á annan tug meðlima BSH sóttu ráðstefnuna, sem flestir töldu að vel hefði verið staðið að.

Categories: Almennt