Samhliða Landsþingi Landsbjargar sem haldið var núliðna helgi voru haldnir björgunarleikar. Keppt var í hinum ýmsu greinum sem tengjast björgunarstarfi og tóku alls 18 lið þátt af öllu landinu.
BH sendi tvö lið til keppninnar, annað skipað undanförum en hitt nýliðum af fyrsta ári. Undanfararnir hrepptu annað sætið en fast á hæla þeirra kom nýliðaliðið okkar í þriðja sætinu. Sveitin er hreint út sagt að rifna úr stolti af gengi liðanna og viljum við óska þeim til hamingju með árangurinn.

Öðrum liðum viljum við svo þakka fyrir drengilega og skemmtilega keppni. Súlur fá þakkir fyrir vel skipulagða björgunarleika í góðu veðri.

Myndir frá leikunum er að finna hér.