Kæru Hafnfirðingar
Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda stóra flugeldasýningu þetta árið eins og undanfarin ár.
Sýningin hefur verið kostuð af hinum ýmsu fyrirtækjum en undanfarin ár hefur gengið verr að sækja kostendur fyrir sýninguna. Það að halda slíka sýningu kostar mikla fjármuni og vinnuframlag félaga sveitarinnar. Því tókum við þá ákvörðun, að þessu sinni, að vera ekki með stóra flugeldasýningu heldur frekar að sýna hluta af vöruúrvali okkar með þremur litlum sýningum sem skotnar verða upp í nágrenni við björgunarmiðstöðina Klett við Lónsbraut klukkan 20:30 dagana 28., 29. og 30. desember.
Með von um skilning og jákvæð viðbrögð
Áramótakveðja
Félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Almennt
Nýr starfsmaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Óskar Steinn Ómarsson hefur verið ráðinn í hálft starf á skrifstofu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hann tók við starfinu þann 15. ágúst síðastliðinn og sinnir verkefnum sem snúa að daglegum rekstri sveitarinnar, skipulagi fjáraflana, aðstoð við formenn Read more…