Á afmælishátíðinni á Landsmóti Skáta, laugardaginn 28. júlí undirrituðu Ragnar Haraldsson, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Una Guðlaug Sveinsdóttir, félagsforingi skátafélagsins Hraunbúa, samstarfssamning á milli félaganna.  Með undirritun samningsins er innsigluð formlega sú stefna að auka samstarf á milli félaganna sem mun skila sér í öflugu skáta- og ungliðastarfi fyrir börn og unglinga í Hafnarfirði.

Ragnar og Una innsigla samninginn með handabandi eftir undirritun.

Ragnar og Una innsigla samninginn með handabandi eftir undirritun. Mynd: Ragnheiður Guðjónsdóttir

Categories: Almennt