Á afmælishátíðinni á Landsmóti Skáta, laugardaginn 28. júlí undirrituðu Ragnar Haraldsson, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Una Guðlaug Sveinsdóttir, félagsforingi skátafélagsins Hraunbúa, samstarfssamning á milli félaganna. Með undirritun samningsins er innsigluð formlega sú stefna að auka samstarf á milli félaganna sem mun skila sér í öflugu skáta- og ungliðastarfi fyrir börn og unglinga í Hafnarfirði.
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…