Félagar sveitarinnar hafa undanfarna daga farið og tínt svartfuglsegg í Krýsuvíkurbjarg sem er á sunnanverðu Reykjanesi. Hefur sveitin staðið fyrir þessari fjáröflun í yfir 30 ár.

Sigið er niður í bjargið með sérútbúnum sigbúnaði sem þróaður hefur verið frá því að menn fóru í fyrstu ferðirnar. Einnig er notast við bíla sveitarinnar til að slaka sigmanninum niður og hífa aftur upp. Hér áður fyrr var mönnum slakað niður og hífðir upp á handaflinu einu saman.
Hafa bæði eldri og yngri félagar sveitarinnar tekið þátt í bjargsiginu líkt og undanfarin ár og hefur það leitt af sér að þekkingin færst milli manna innan sveitarinnar þannig að hún glatist ekki.

Hefur þessi reynsla sveitarinn á bjargsigi í Krýsuvíkurbjargi komið að notum við útköll tengd bjarginu.

Categories: Almennt