Kæru félagar,
Fyrsti fundur „eldri“ félaga var í síðustu viku. Það var fámennt og góðmennt á fundinum en auk þeirra sem mættu létu nokkrir félagar vita af áhuga sínum á að vera með í starfinu.
Við boðum til annars fundar miðvikudaginn 2. maí kl: 20 í húsnæði sveitarinnar við Flatahraun. Fundurinn verður notaður til þess að hittast og ræða hugmyndir um starfið.
Kveðja,
Harpa, Hjálmar og Ingólfur.