Köfunarhópur sveitarinnar sendi einn kafara á námskeið í köfun hjá björgunarskóla Landsbjargar nú á dögunum. Námskeiðið var um 60 klukkustunda langt og voru dagarnir því langir og krefjandi. Dagurinn byrjaði á því að búnaður var gerður klár og farið yfir verkefni dagsins en námskeiðið var haldið í húsnæði björgunarsveitarinnar Ársæls í reykjavík.
Farið var yfir helstu atriði tengd köfun hjá björgunarsveitum t.d Leitarferla, Leitaraðferðir, Endurheimting einstaklings, Björgun kafara sem er meðvitundarlaus og Viðbrögð við neyðarástandi neðansjávar. Mikið er lagt uppúr öryggi þegar kafarar leita neðansjávar og er ávallt einn kafari með allan búnaðinn á sér og tilbúinn að kafa ef að leitarkafarinn lendir í vandræðum. Ein mesta hætta sem leitarkafari stendur frammi fyrir er að festa sig í drasli á botninum t.d gamlar netatrossur og rusl sem finnst í höfnum. Leitarkafarar leita oft með lokuð augun en aðferðirnar byggja á því að liggja á botninum og þreifa fyrir sér með höndunum þar sem að víða er mikil leðja og drulla í höfnum þá er skyggni ekkert þegar leitað er.
Lokaæfingin var haldin þann 29 maí, Þar hafði maður ekki skilað sér í hvalaskoðunarferð og var því ákveðið að leita í höfninni að manninum eftir um klukkutíma leit fannst brúðan á um 6 metra dýpi í höfninni. Var þá öryggiskafarinn kallaður til og var brúðan sett í þar til gerðan poka og haldið var á yfirborðið. Þáttakendur voru ánægðir með æfinguna og námskeiðið í heild og kennsluna sem mun nýtast í útköllum á næstu árum.
Leiðbeinendur voru:Guðjón S. Guðjónsson kafari í Ársæl og SHS – Haraldur Ísleifur Cecilsson Kafari í Ársæl.