Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tók þátt í æfingu í Danmörku með íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni í síðustu viku. Samhliða æfingunni fór fram endurúttekt sveitarinnar samkvæmt úttektarreglum Sameinuðu þjóðanna en nú eru liðin fimm ár frá því að sveitin fór í fyrsta sinn í gegnum það ferli. Sveitin stóðst endurúttekt með miklum sóma.

Á æfingunni sinnti sveitin leit og björgun í rústum, bæði með tæknibúnaði og hundum.  Þá hafa félagar í sveitinni farið í vettvangskönnun ásamt öðrum erlendum sveitum til að meta tjón í stóru bæjarfélagi og tveimur flugvöllum.  Reynt hefur á marga mismunandi þætti eins og samstarf við erlenda viðbragðsaðila sem og yfirvöld í skaðalandi, ásamt  viðbrögðum við slysi á björgunarmanni.  Félagar sveitarinnar hafa fengið margvíslega þjálfun við fjölbreytt verkefni og samhæfingu við ólíka viðbragðsaðila.

Úttektateymi frá Sameinuðu þjóðunum, eftirlitsaðilar frá Evrópusambandinu og þjálfarar frá æfingastjórn fylgdust sveitinni eftir eins og skugginn og meta hvernig sveitin leysir þau verkefni sem henni eru falin.

Categories: Almennt