Um þessar mundir eru tveir félagar úr fjarskiptahóp sveitarinnar að sinna flóttamannaaðstoð í Grikklandi. Þeir Ingólfur Haraldsson og Lárus Steindór Björnsson fóru út 14. október á vegum regnhlífasamtakana NetHope. Samtökin sjá um að koma á eða bæta fjarskipti til að greiða fyrir samstarfi milli viðbragðsaðila. Þeir Ingólfur og Lárus munu reyna að koma upp hleðslustöðum fyrir farsíma og auka þráðlaust netsamband í flóttamannabúðum. Verkefni Ingólfs og Lárusar felst í að veita flóttafólki á leið sinni um Evrópu betri aðgang að upplýsingum með því að veita því aðgang að netinu á þeim stöðum sem það stoppar á.
Hér eru smá fréttir frá þeim og því sem þeir hafa verið að gera.
Á sama tíma var Ingólfur í Aþenu til að byrja með að leita að flóttamannabúðum en þar áttu að vera 3 til 4 og fann hann einn. Ingólfur fór síðan til Kos á föstudagskvöldið og var þar fram á mánudag við að koma upp búnaði. Það eru töluvert færri sem koma þar að landi en vandinn er samt mikill þar líka enda minna samfélag sem tekur þar á móti fólki.
Núna erum Ingólfur og Lárus báðir í Aþenu að bíða eftir búnaðuri sem fer að koma. Svo þarf hugsanlega að taka könnun á fleiri eyjum sem eru nálægt ströndum Tyrklands.
Hægt er að skoða myndir á Facebook síðu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.