Í kvöld bauð Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands leitarhópum á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn.

Það var afar skemmtilegt og fræðandi að fá að sækja þá heim. Við skoðuðum aðstöðuna þeirra og þyrluna TF Gná. Fórum út fyrir hús og prufuðum nætusjónauka sem þeir nota í starfi sínu.

Einnig var haldin smá tala um það hvernig á að umgangast þyrlurnar, aðstoða þá við að finna lendingarstaði ofl.

Við þökkum LHG mönnum kærlega fyrir okkur.

Categories: Almennt