flugeldasala-2019-kortFlugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er komin á fullt skrið. Í ár erum við með þrjá sölustaði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Okkur langar sérstaklega að bjóða ykkur velkomin á stærsta sölustaðinn okkar sem er á Hvaleyrabraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin).

Flugeldasýning verður svo í kvöld kl 20.30 og verður skotið upp frá Hvaleyri. Gott áhorfendasvæði er merkt á kortinu og einnig lokunarsvæðin í kringum skotstaðinn í öryggisskyni, því öryggið er öllu mikilvægara þegar kemur að flugeldum. Við biðjum fólk að virða lokanirnar.

Einnig sést sýningin vel frá bílaplani okkar á Hvaleyrarbraut (Lónsbrautarmegin), Hvaleyrarbraut, Herjólfsgötu, Fjarðargötu og fleiri stöðum.

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

flugeldasyning

Categories: Fjáraflanir