Jæja þá er allt komið á fullt í sölunni og gríðarlega góð stemming á stöðunum okkar.
Flugeldasýningin verður svo mánudagskvöldið 29. des kl 20.30. Við munum þurfa á fullt af höndum að halda vegna sýningarinnar.
Sýningin þetta árið er samvinnuverkefni með Hafnarfjarðarbæ í tilefni 100 ára afmæli bæjarins og vegna þess þá verður hún sérlega glæsileg.
Mæting vegna sýningarinnar er í Bjarnabúð kl 19.30.
Svo er salan í gangi á 4 stöðum eins og venja er og allir að sjálfsögðu hvattir til þess að láta sjá sig.