Þá er komið að því.

Á miðvikudaginn 18. apríl ætla eldri félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar að koma saman upp í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14 kl 20:00. Allir þeir félagar sem áður störfuðu innan Hjáparsveitarinnar og Fiskakletts eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Ætlum við að reyna að skapa vettvang fyrir þá sem ekki hafa verið í starfi sveitarinnar í styttri eða lengri tíma. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er að koma inn í sveitarstarfið að nýju, starfa í hússtjórn, sinna fjáröflunum, sinna útisvist í góðum félagskap nú eða bara til að hitta gamla félaga úr starfinu.

Á miðvikudaginn verður þetta með léttu sniði til að byrja með. Örvar Atli Þorgeirsson ætlar að sýna okkur nokkrar ljósmyndir úr safni sínu. Þess má geta að Örvar hefur hlotið fjöl mörg verðlaun fyrir myndir sínar. Jafnframt starfaði Örvar sem undanfari á gullskeiði sínu í sveitinni.

Í framhaldinu höfum við sett saman létta dagskrá til aða stefna að á komandi misserum.
18. apríl – Kynningarfundur í húsi sveitarinnar.
17. maí uppstigningardag – Gönguferð um Selvogsgötuna frá Bláfjallavegi.
29. júní til 6. júlí – Hálendisvakt, Landmannalaugar.
17.-19. ágúst – Gönguferð á hálendinu og gist í skála eina til tvær nætur.

Vonumst við til þess að þetta verði til þess að við hittumst meira í góðum félagsskap. Vonumst til þess að sjá sem flesta á miðvikudaginn!

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband.
Harpa Kolbeinsdóttir – harpako@gmail.com
Ingólfur Haraldsson – ingo@spori.is
Hjálmar Örn Guðmarsson – hjalmar@iav.is

Categories: Almennt