Í síðastliðinni viku átti Þórólfur Kristjánsson, félagi sveitarinnar, fund með Paul Boisser framkvæmdastjóra bresku sjóbjörgunarsamtakanna RNLI en Þórólfur hefur undanfarið ár starfað með bátastöð RNLI á ánni Thames.
Þórólfur kynnti fyrir honum starfsemi sveitarinnar og SL auk þess sem Markúsarnetið var kynnt en bátastöðin í Teddington er sú fyrsta hjá RNLI til að eignast þann búnað.