Í kvöld var fyrsta samæfing vetrarins fyrir leitartæknihópa á svæði 1 haldin í Elliðaárdalnum. Venjan er að þessar æfingar séu annan mánudag í mánuði. Þema æfingarinnar þennan mánuðinn var leit við ár og vötn og var það í höndum BSH að búa til æfinguna. Sigrún Sverrisdóttir og Andri Rafn Helgason sáu um að búa til æfinguna fyrir hönd BSH og stóðu þau sig vel að setja upp æfinguna út frá þema kvöldsins.

Mætingin á æfinguna var góð og mætti segja að það hafi verið hressandi að æfa svona í rigningu eins og var í kvöld.

Næsta æfing verður 12. nóvember og er hún í höndum nágranna okkar í HSG þar sem þemað verður leit á hjólum. Það er bara mál að fjölmenna á hana, því jú æfingin skapar meistarann 🙂